Hoppa yfir valmynd
25.6.2014
Isavia tekur þátt WOW Cyclothon

Isavia tekur þátt WOW Cyclothon

Isavia tekur þátt í WOW cyclothon hjólreiðakeppninni þetta árið þar sem hjólað er hringinn í kringum Ísland dagana 24. – 27. júní. Isavia sveitin hóf leik í 10 manna liðakeppni í gærkvöldi en með því að taka þátt vill Isavia skapa tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni með samstarfsfólki innan fyrirtækisins og dótturfélaga sinna, Tern Systems og Fríhafnarinnar. Um leið vill Isavia styrkja mikilvægt málefni því stór hluti af WOW Cyclothon er áheitasöfnun fyrir Bæklunar- og skurðdeild Landsspítalans.
 
Isavia sveitin samanstendur af einvala liði hjólagarpa úr hinum ýmsu kimum fyrirtækisins og dótturfélaga. Þau eru:
 
Arnar Þór Björgvinsson (Flugvallasvið)
Atli B. Levy  (Mannvirkjasvið)
Árni Páll Hafsteinsson (Flugvallasvið)
Davíð H. Kristjánsson (Tern)
Hafdís Viggósdóttir (Mannauður og árangur)
Heiðrún E. Guðbjörnsdóttir (Flugstjórnarmiðstöð)
Jón Gunnlaugsson (Flugstjórnarmiðstöð)
Sigríður Baldursdóttir (Fríhöfn)
Viðar Sturluson (Flugfjarskipti)
Þórir Már Jónsson (Tern)
 
Isavia sveitin tilbúin í slaginn.
 

Áheitasöfnun á Isavia sveitina

Áheitasöfnunin undir merki Isavia hófst fyrir nokkru og er hægt að heita á liðið á eftirfarandi hlekk: 
www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=3473
 
Isavia sveitinni er óskað góðs gengis og skemmtunar!