Hoppa yfir valmynd
28.2.2014
Isavia tilnefnt til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014

Isavia tilnefnt til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014

Isavia var eitt fjögurra fyrirtækja sem fékk tilnefningu til Menntaverðlauna atvinnulífsins sem veitt verða í fyrsta sinn mánudaginn 3. mars næstkomandi. Verðlaunin eru veitt til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Innan isavia fer fram viðamikil fræðsla, grunn- og síþjálfun undir merkjum Isaviaskólans. Skólinn annast fræðslu og þjálfun í flugvernd, flugleiðsögu og flugvallarþjónustu ásamt því að hafa umsjón með erlendum og innlendum námskeiðum fyrir starfsfólk. Námsbrautir skólans eru fjórar: flugvallaþjónustubraut, flugverndarbraut, flugleiðsögubraut og stjórnun og almenn fræðsla.
 
Þrjú önnur fyrirtæki voru tilnefnd í flokknum Menntafyrirtæki ársins, Landsbankinn, Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samskip. Auk þess voru fjögur fyrirtæki tilnefnd sem Menntasproti ársins, Codland, Landsnet, Leiksskólinn Sjáland og Nordic Visitor.
Afhending verðlaunanna fer fram mánudaginn 3. mars á Hilton Reykjavík Nordica. 
Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Ásu Björk Stefánsdóttur, fræðslustjóra Isavia.

Isavia: Tilnefning til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014 from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.