Hoppa yfir valmynd
28.5.2013
Isavia veitir 23 björgunarsveitum samtals 8 milljónir í styrki

Isavia veitir 23 björgunarsveitum samtals 8 milljónir í styrki

Mynd: Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, ásamt fulltrúum björgunarsveitanna.
 

Isavia veitti á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, síðastliðinn laugardag, 23 björgunarsveitum um land allt samtals 8 milljónir króna í styrki til kaupa á hópslysabúnaði. Þetta er þriðja árið í röð sem veittir eru styrkir til björgunarsveita úr Styrktarsjóði Isavia og samtals hafa verið veittar rúmar 20 milljónir króna úr sjóðnum.
 
Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 og hefur þann tilgang að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar með sérstaka áherslu á björgunarsveitir sem gegna hlutverki í flugslysaáætlunum. Verkefnið átti að vera til þriggja ára en hefur nú verið framlengt um tvö ár og áherslan útvíkkuð með víðtækari skírskotun m.a. með hliðsjón af vinsælum ferðamannastöðum.  Þá verður horft til þess að úthlutanir taki mið af heildstæðu mati á hópslysaviðbúnaði mismunandi svæða, sem og fjölþættu notagildi búnaðarins. Með þessu vill Isavia hjálpa björgunarsveitum að takast á við aukið álag sem fylgir auknum straumi ferðamanna til landsins.
 
Á þinginu veitti Slysavarnarfélagið Landsbjörg Isavia viðurkenninguna Áttavitann fyrir ómetanlegan stuðning í þessu efni.
 
Eftirfarandi sveitir hlutu styrk að þessu sinni:
Landsstjórn björgunarsveita
Björgunarsveitin Kofri
Björgunarsveitin Ok
Björgunarsveitin Heiðar
Björgunarsveitin Ægir Garði
Björgunarsveitin Suðurnes
Björgunarsveitin Þorbjörn
Flugbjörgunarsveitin á Hellu
Björgunarsveitin Húnar
Hjálparsveitin Dalbjörg
Björgunarsveitin Sæþór
Björgunarsveitin Garðar
Björgunarsveitin Dagrenning
Björgunarsveitin Súlur
Björgunarsveitin Týr
Björgunarsveitin Skagfirðingasveit
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Hjálparsveit skáta Garðabæ
Björgunarsveitin Hérað
Björgunarsveitin Ársól