Hoppa yfir valmynd
2.3.2013
Isavia vinnur auglýsingaverðlaun

Isavia vinnur auglýsingaverðlaun

Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru veitt síðastliðið föstudagskvöld með viðhöfn í Hörpu. Þar fengu Isavia og auglýsingastofan Hvíta Húsið verðlaun í flokki markpósts fyrir markpóstinn „Do not open“.  Markpóstinum dreifði Isavia á sýningunni ATC Global sem haldin var í mars á síðasta ári. Þar var fagfólki í flugleiðsögu á erlendri sýningu ráðlagt að opna ekki litla hylkið í markpóstinum nálægt þotuhreyflum þar sem í því var gosaska úr Eyjafjallajökli.

Hugmyndin að markpóstinum varð til hjá Isavia en Hvíta húsið sá um hönnun og útfærslu.

Gísli Brynjólfsson framkvæmdastjóri Hvíta Hússins þakkaði Isavia sérstaklega samstarfið þegar hann tók við verðlaununum ásamt  Elínu Árnadóttur framkvæmdastóra Fjármálasviðs Isavia, Guðnýju Maríu Jóhannsdóttur, forstöðumanni Viðskiptaþróunar, Guðna Sigurðssyni, vefstjóra og Frosta Heimissyni, sölu- og markaðsstjóra dótturfyrirtækisins Tern.