Hoppa yfir valmynd
19.3.2015
Joe and the Juice, Penninn og Elko opna á fríhafnarsvæðinu

Joe and the Juice, Penninn og Elko opna á fríhafnarsvæðinu

Joe and the Juice, sem áður hafði opnað stað sinn í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, opnaði annan stað á verslunarsvæðinu síðastliðna helgi.
 
 
Joe and the Juice á rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar þar sem fyrsti staðurinn var opnaður árið 2002. Nú eru alls um 50 staðir í rekstri sem starfræktir eru í sex löndum. Staðurinn býður upp á Ilmandi kaffi, svalandi djúsa, frískandi shake og gómsætar heilsusamlegar samlokur.
 
 
Þá hafa Penninn og Elko opnað á nýjum stað.
 
 
Penninn hefur selt Íslendingum bækur og ritföng fyrir öll tilefni allt frá árinu 1872. Verslunin í flugstöðinni býður upp á úrval tímarita og skáldverka, bæði íslenskum og erlendum. Einnig mikið úrval gjafavara í íslensku þema, ferðatöskur til að hafa með þér í flugvélina, afþreyingu fyrir þig og börnin og úrval af íslensku sælgæti.
 
 
Verslun ELKO býður upp á úrval af vinsælustu raftækjunum og er með öll helstu vörumerkin. Hvort sem þig vantar hleðslutæki fyrir símann, myndavélatösku, rafmagnskló fyrir Bandaríkin eða jafnvel krullujárn til að fríska upp á greiðsluna þá er úrvalið til staðar. Fyrir þá sem vilja afþreyingu þá er ELKO með tónlist, DVD myndir, tölvuleiki og leikjatölvur.