Hoppa yfir valmynd
3.4.2014
Jómfrúarflug til Basel

Jómfrúarflug til Basel

EasyJet hóf í gær beint áætlunarflug milli Íslands og borgarinnar Basel í Sviss. Flogið verður til Basel tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugardögum, fram í lok september en til skoðunar er að flugleiðin verði starfrækt allt árið um kring.


Basel er fimmta flugleið easyJet frá Keflavíkurflugvelli en félagið flýgur til Lundúna, Manchester, Edinborgar og Bristol allt árið um kring. Félagið er þriðja umsvifamesta flugfélagið hér á landi og heldur uppi daglegu flugi til London. Basel Mulhouse-Freiburg flugvöllurinn í Basel er einn af annasömustu flugvöllum í mið-Evrópu vegna nálægðar hans við vinsæl ferðamannasvæði í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og mikilvægar viðskiptamiðstöðvar í Sviss.
 

Til að fagna þessari nýju flugleið buðu starfsmenn Isavia farþegum á leið til Basel uppá veitingar og færðu áhöfninni gjafir í tilefni dagsins.
 
Isavia óskar easyJet til hamingju með nýju flugleiðina.

Fyrsta flugi frá Basel fagnað með viðeigandi hætti á Keflavíkurflugvelli.

Berglind Vala fyrsti farþeginn á flugi easyJet til Basel ásamt Michael Gantner flugstjóra vélarinnar að skera kökuna í tilefni dagsins.

Áhöfnin í fyrsta flugi easyJet milli Basel og Íslands

Flugmaður vélarinnar, flugfreyja og Guðný María Jóhannsdóttir frá Isavia klippa á borða og opna nýju flugleiðina formlega.

Vinningshafi í leik Mountaineers of Iceland sem farþegum var boðið að taka þátt fyrir brottför ásamt Sif Helgadóttur og Sigríði Hrönn Gunnarsdóttur frá fyrirtækinu.