
Jón Cleon tekur við markaðsmálum hjá Isavia
Jón Cleon hefur verið ráðinn nýr deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Hann leiðir markaðs- og kynningarstarf Isavia og Keflavíkurflugvallar og ber ábyrgð á ásýnd þessara vörumerkja.
Meðal verkefna nýs deildarstjóra er að bæta upplifun viðskiptavina, þróa markaðs- og kynningarstefnu Isavia, styðja við markaðsstarf rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli og taka þátt í samstarfsverkefnum sem miða að því að fá flugfélög og ferðamenn til landsins.
Jón Cleon var áður verkefnastjóri samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Hann er með BA próf í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur þegar tekið til starfa.