Hoppa yfir valmynd
10.8.2022
Kaffihúsarekstur á Keflavíkurflugvelli

Kaffihúsarekstur á Keflavíkurflugvelli

Viltu reka kaffihús á Keflavíkurflugvelli?

Isavia leitar að öflugum viðskiptafélögum til að taka þátt í útboði um rekstur á kaffihúsi á Keflavíkurflugvelli. Tækifærið sem um ræðir er rekstur á þremur svæðum á flugvellinum sem í grunninn býður upp á sama megin veitingaúrval á hverjum stað.

Framundan er mesta uppbyggingarskeið í sögu Keflavíkurflugvallar. Flugvöllurinn er skipulagður af kostgæfni og rekinn með sjálfbærni í huga. Þar verður frábært úrval verslana og veitingastaða þar sem allir farþegar geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Ef þú hefur áhuga á að taka flugið með okkur í átt að þjónustuvænni flugstöð og leggja þitt af mörkum til að styrkja stöðu Keflavíkurflugvallar í alþjóðlegri samkeppni – þá  má nálgast útboðsgögn hér.

Isavia fylgir lögum og reglum um opinber innkaup og er útboðið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðið byggir því á grundvelli reglugerðar nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk og þjónustu.

Boðið verður upp á kynningarfund og heimsókn á KEF miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 10. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið [email protected]