Hoppa yfir valmynd
8.6.2023
Keflavíkurflugvöllur bætir upplifun tengifarþega með snjallbiðraðakerfi Veovo

Keflavíkurflugvöllur bætir upplifun tengifarþega með snjallbiðraðakerfi Veovo

Keflavíkurflugvöllur hefur tekið í notkun snjallbiðraðakerfi frá Veovo sem bætir til muna upplifun tengifarþega þriðju landa við landamæraeftirlit. Farþegaspá gerir ráð fyrir að 7,8 milljón farþegar fari um flugvöllinn árið 2023, þar af rúmar 2 milljónir tengifarþega. Skilvirk stjórnun á flæði tengifarþega er mikilvæg til að tryggja betri upplifun farþega, einkum á annatímum.

Því innleiddi Keflavíkurflugvöllur lausn frá Veovo sem leysir af handvirka stýringu biðraða og setur um leið tengifarþega í forgang þegar þess er þörf.

Biðraðakerfi Veovo notar gervigreind og rauntímagögn til að leiðbeina farþegum á sjálfvirkan hátt með skýrum merkingum hvert þeir eiga að fara í röð og leysir þannig af handvirka stýringu biðraða. Þegar farþegar koma inn í komusal aðskilja tvær línur tengifarþega og komufarþega. Með skýrum leiðbeiningum er farþegum vísað til næsta tiltæka afgreiðsluborðs, biðtími styttist og afköst aukast.

Lausnin reiknar út bestu röðina til að fara í, byggt á biðtíma og afgreiðsluhraða og minnkar töfina frá því að ferðamaður fer frá afgreiðsluborði þar til næsti ferðamaður kemur. Kerfið forgangsraðar sjálfkrafa tilteknum farþegum ef biðtími þeirra er lengri en þjónustumarkmið á vellinum segja til um. Þegar áætlaður biðtími tengifarþega er lengri en miðað er við á vellinum eru fleiri tengifarþegar kallaðir til biðrýmanna og með því er afgreiðsluhraðinn aukinn.

„Keflavíkurflugvöllur hefur einsett sér að sjá farþegum fyrir hnökralausri og afslappaðri upplifun. Snjallbiðraðakerfi Veovo er mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni,“ segir Guðmundur Karl Gautason, forstöðumaður viðskiptainnsýn og bestunar hjá Isavia. „Við erum viss um að þessi lausn eigi eftir að bæta rekstrarskilvirkni hjá okkur, stytta biðtíma tengifarþega og tryggja að þeir nái tengifluginu sínu á réttum tíma.“ 

James Williamson, forstjóri Veovo, segir frumkvöðlastarf unnið á Keflavíkurflugvelli þar sem tækni sé notuð til að bæta upplifun farþega á vellinum. Þau hjá Veovo séu stolt af samstarfinu við Isavia