
401 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í janúar
Fyrsti mánuður ársins gefur fyrirheit um að nóg verði að gera á flugvellinum í ár, en alls lögðu 401.976 farþegar leið sína um völlinn í janúar.
Flogið var til 59 áfangastaða og voru þeir vinsælustu London, Kaupmannahöfn, Manchester, París og New York.
Brottfarir Íslendinga voru 41.500 talsins í janúar. Áður höfðu þær mælst flestar í janúar 2021, eða 40.600 og í janúar 2018 um 39 þúsund.
Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll 121 þúsund í janúar, eða um 82% af því sem þær voru í janúar 2018 þegar mest var.
Bretar voru stærsti hópur brottfararfarþega, tæplega 30 þúsund talsins, eða 24,5% af heildarfjöldanum. Þar á eftir fylgdu Bandaríkjamenn, Kínverjar og Þjóðverjar.
Árið byrjar því vel og við hlökkum til að sjá ykkur á Keflavíkurflugvelli!