Hoppa yfir valmynd
17.5.2010

Keflavíkurflugvöllur opinn

Þrátt fyrir að öskufallsspár segðu til um að Keflavíkurflugvöllur yrði lokað eða að blindflugsheimildir yrðu ekki gefnar á flugvellinum eftir hádegi í dag varð það ekki niðurstaðan.  

Miðað við þá spá sem kom í hádeginu þá er flugvöllurinn inn á svokölluðu "rauðu" svæði en ekki því "svarta" eins og haldið var.

Reykjavíkurflugvöllur er aftur á móti lokaður eins og er.