
Kerfisbundin skoðun á ferðaskilríkjum
Farþegar um Keflavíkurfugvöll athugið: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.
Ákvæði EU reglugerðar nr. 2017/458 verður innleidd við framkvæmd landamæraeftirlits á ytri landamærum á Keflavíkurflugvelli frá og með 7. október 2017. Megin breytingin kveður á um það að allir þeir sem fara um ytri landamærin skulu sæta kerfisbundinni skoðun á ferðaskilríkjum og skal gildi skilríkja kannað með samanburði í tilteknum gagnagrunnum með upplýsingum um stolin, týnd eða ógild ferðaskilríki, innlendum sem erlendum (Interpol stolen and lost documents) Þá ber að fletta öllum upp í Schengen upplýsingakerfinu. Gera má ráð fyrir því að þessi breyting hafi áhrif á meðalafgreiðslutíma farþega sem fara um landamærin.
Ákvæði EU reglugerðar nr. 399/2016 verður innleidd við framkvæmd landamæraeftirlits frá og með 1. nóvember 2017 en sú breyting felur í sér eftirfarandi:
1. Útlendingur (erlendur ríkisborgari sem er ekki EES-EFTA útlendingur) sem hyggst dvelja á Schengen svæðinu þarf að framvísa ferðaskilríkjum sem skal hafa verið gefið út á sl. 10 árum til þess að það teljist gilt.
2. Gildistími vegabréfs útlendings (erlendur ríkisborgari sem er ekki EES-EFTA útlendingu) skal vera í a.m.k. þrjá mánuði umfram brottfarardag.