Hoppa yfir valmynd
1.12.2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS

Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS

Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi. Kjartan hefur langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum, og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi í yfir 20 ár, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði og nú síðast sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.

Kjartan er með M.Sc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjarskipti.

Isavia ANS ehf er dótturfélag Isaiva ohf og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa og aðra skylda starfsemi.

„Ég er afskaplega ánægð með að fá Kjartan í stjórnendateymi Isavia ANS,“ segir Elín Árnadóttir, stjórnarformaður félagsins. „Við í stjórn félagsins teljum að stjórnendareynsla hans og tækniþekking muni gagnast Isavia ANS vel og bjóðum við Kjartan velkominn til starfa.“