Hoppa yfir valmynd
28.2.2013
Kökur og gleði á Keflavíkurflugvelli

Kökur og gleði á Keflavíkurflugvelli

Starfsfólk Isavia á Keflavíkurflugvelli & Fríhafnarinnar gerði sér glaðan dag og hélt upp á að fyrirtækin voru tilnefnd til viðurkenningar Reykjanesbæjar sem veitt voru þeim fyrirtækjum í bænum sem hafa árangursríka fjölskyldustefnu. Í tilefni af þessum ánægjulegu tíðindum var kökum dreift á starfsstöðvar fyrirtækjanna tveggja.

Sigurður Ólafsson starfsmannastjóri segir að „Þetta séu ánægjuleg og jafnframt eftirtektarverð niðurstaða þegar litið er til þess að meirihluti starfsmanna okkar er í vaktavinnu sem hingað til hefur ekki verið talin mjög fjölskylduvæn. Hún sýnir að fyrirtækjunum hefur tekist vel við mörkun góðrar fjölskyldustefnu sem nýtist starfsfólki jafnt í dagvinnu sem vaktavinnu.“

Reykjanesbær setti á laggirnar samkeppni þar sem verðlauna átti þau fyrirtæki sem lögðu áherslu á samræmingu vinnu og fjölskyldu. Fjöldi starfsfólks Isavia á Keflavíkurflugvelli og Fríhafnarinnar sendu inn atkvæði sitt til Reykjanesbæjar um að þeim þótti fyrirtækin tvö standa sig vel í þessum málum.

Þetta sagði m.a. starfsfólkið þegar það tilnefndi fyrirtækin:
  • Ég hef unnið hjá Isavia ohf á Keflavíkurflugvelli frá stofnun þess fyrirtækis árið 2010. Fyrirtækið Isavia ohf er á margann hátt mjög fjölskylduvænt, má þar t.d. nefna að fyrirtækið heldur úti mjög öflugu starfsmannafélagi.
  • Starfsmannafélagið heldur árlega hin ýmsu fjölskyldumót, t.d. sumarferðir þar sem öllum fjölskyldumeðlimum er boðið með ásamt því að farið er í sameiginlega fjölskylduferð í esjuna í desember og sótt jólatré þar sem jólasveinar og fleira er á staðnum til gamans fyrir foreldra og börnin.
  • Nú Isavia ohf hefur gegnum tíðina sýnt fjölskyldum starfsmanna mikinn skilning hafi komið upp veikindi í fjölskyldu starfsmanns og oft á tíðum gengið lengra í þeim efnum en fyrirtækinu ber í raun og veru, það eitt og sér finnst mér að Isavia ohf eigi skilið að fá viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki, en það er af mörgu að taka til að tala um það jákvæða sem fyrirtækið Isavia ohf hefur sýnt gegnum árinn en ég læt hér við sitja að sinni.
  • Kemur til móts við starfsmenn vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna
  • Bíður upp á heilsuvernd fyrir alla fjölskyldumeðlimi
  • Er með heilsustefnu og hvetur starfsmenn til að stunda líkamsrækt meðal annars með lyftingaaðstaða í FLE og líkamsræktarstyrkur mánaðalega
  • Styður starfsfólki til að sækja sér fræðslu og þjálfun út fyrir fyrirtækið
  • Fríhöfnin er skemmtilegur og spennandi vinnustaður sem gaman er að vinna á, með hressu og skemmtilegu starfsfólki.
 
Hér eru myndir frá gleðinni og svo getur séð fleiri myndir á Facebook síðu Keflavíkurflugvallar