
Kynning á skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar
Ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group hefur undanfarna mánuði unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu og er úttekt fyrirtækisins mikilvægt innlegg í þróun langtímastefnumótunar fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Þann 10. september næstkomandi mun fyrirtækið kynna skýrslu sína í Hörpu. Skráningargjald er 2.000 krónur.
Að baki verkefninu standa Isavia, Icelandair, Bláa lónið og Bílaleiga Akureyrar.