Hoppa yfir valmynd
13.3.2014

Kynningarfundur 19. mars vegna forvals á verslunar- og veitingarekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Samningstími rekstraraðila í brottfarasal flugstöðvarinnar rennur út í árslok og hefur stjórn Isavia ákveðið að efna til nýs forvals á verslunar- og veitingarekstri.  Um leið verður ráðist í breytingar á brottfararsal flugstöðvarinnar og þjónustan endurskipulögð.  Áætlað er að endurskipan ljúki vorið 2015.

Nær eingöngu til sérverslana

Forvalið nær eingöngu til sérverslana og veitingastaða en ekki vöruflokka Fríhafnarinnar. Dótturfélag Isavia, Fríhöfnin, mun sem fyrr hafa með höndum sölu á hefðbundnum tollfrjálsum varningi á borð við áfengi, tóbak, sælgæti, ilm- og snyrtivörur og skyldar vörur. Sérverslanir munu annast sölu annarra vöruflokka í einstökum verslunareiningum eða stærri deildarskiptum einingum með „búð í búð“ tilhögun.

Kynningarfundur í Hörpu 19. mars

Kynningarfundur vegna forvalsins verður haldinn í Hörpu 19 mars og hefst hann kl. 15. Skráning á fundinn fer fram á www.kefairport.is/pre-qualification. Forvalsgögn verða til sölu á staðnum og kosta þau 15 þúsund krónur. Fundurinn fer fram á ensku auk þess sem öll forvalsgögn verða á ensku.

Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar: 

„Framboð verslana- og veitinga hefur mikil áhrif á ánægju farþega og heildarupplifun af flugvellinum.  Endurhönnun brottfarasvæðisins mun taka mið af því að hlutfall erlendra ferðamanna er að aukast mikið.  Íslensk náttúra og menning verða í forgrunni til að gera ferð farþega eftirminnilega og öðruvísi en á öðrum flugvöllum.“

 

Skráning á fundinn er hér.