Hoppa yfir valmynd
12.4.2022
Langtímastæði á Keflavíkurflugvelli nánast fullnýtt

Langtímastæði á Keflavíkurflugvelli nánast fullnýtt

Isavia vill benda farþegum, sem eru á leið til útlanda og hyggjast leggja bíl sínum í langtímastæðum við flugstöðina, á að bílastæðin við flugvöllinn í Keflavík eru nú nánast fullnýtt. Því er eingöngu hægt að bóka stæði fyrirfram á netinu á vef Keflavíkurflugvallar. Því hvetjum við ferðalanga til þess að notfæra sér aðra samgöngumáta, líkt og hópbifreiðar, leigubíla, skutl eða strætó.

Fyrr í þessari viku sendi Isavia frá sér tilkynningu um að bílastæðin við flugvöllinn gætu fyllst nú um páskana. Voru farþegar hvattir til að bóka sér bílastæði í bókunarkerfi á vef Keflavíkurflugvallar til að tryggja sér stæði um páskana og á betri kjörum en þegar greitt er við hlið.