Hoppa yfir valmynd
26.4.2018
LJÓSAKERFIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI VIRKJAÐ TIL LISTSKÖPUNAR

LJÓSAKERFIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI VIRKJAÐ TIL LISTSKÖPUNAR

Vídeóverkið Misty Blue Rain eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur er nú til sýnis í aðalbyggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Þar er ljósakerfið virkjað í samtali við vídeóverkið í miðrými byggingarinnar. Verkið er annað af þremur sem sett er upp í ár. Sýningarstjóri er Kristín Scheving.

Í verki sínu fangar Ásdís Sif samtal milli karls og konu í draumkenndu andrúmslofti sem er síað í gegnum brotalinsu eins og til að afhjúpa fyrir hlutföllin svo að við getum farið með þau að vild. Listamaðurinn virðist vera að vakna upp af töfrum slungnum tilfærsludraumi og heyra rödd manns sem spyr hana gagnrýnna spurninga um tilvist hennar, sem hún svarar með hugleiðingum úr draumnum. Ásdís notar spegilinn, tæki sem hefur um aldir verið notað til að þaulrannsaka eðli veruleikans og einkum þess veruleika sem var til fyrir tilkomu kvikmyndarinnar. Spegillinn var eitt af helstu tækjunum sem fyrst var notað í linsutækni og þá í sjónauka til að horfa í gegnum og skilja hvernig veruleikinn birtist sem mynd með hjálp tækis.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir er þekkt fyrir gjörninga og vídeó-innsetningar sem oft eru sýndar í óhefðbundnum rýmum. Verkin spanna allt frá stærri vídeó-innsetningum og gjörningum, til ljóðalesturs og ljósmynda. Verkin eru bæði sett upp fyrir framan áhorfendur og eins í beinni útsendingu á internetinu, miðli sem hentar vel þeim tímabundnu og rýmistengdu víddum sem hún kannar í verkum sínum. Í gjörningum hennar koma oft fyrir ljóð sem geyma bæði veraldlegar og yfirnáttúrulegar tilvísanir. Ásdís er með BFA gráðu frá School of Visual Arts í New York og MA gráðu í nýlistum frá UCLA. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis, þar á meðal í Tate Gallery, Centre Pompidou, á kvikmyndahátíð í Róm og TBA 21. Ásdís er fædd árið 1976 og er nú um stundir búsett í Reykjavík.

 Misty blue rain

SÝNINGARRÖÐIN: 

Sigrún Harðardóttir

  1. feb–21. mars

Gaia Breathing Variation lll (2017)

 

Ásdís Sif Gunnarsdóttir

  1. 22. mars–3. maí

Misty Blue Rain (2015)

 

Haraldur Karlsson

  1. ágú–10. okt

Brain (2014-2067)