Hoppa yfir valmynd
10.9.2019
Ljósanótt fagnað með ljúfum tónum

Ljósanótt fagnað með ljúfum tónum

Fullt var út úr dyrum á tónleikum sem Isavia bauð til á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ á Ljósanótt föstudagskvöldið 6. september síðastliðinn. Þá gerðu starfsmenn Isavia og fjölskyldur þeirra sér glaðan dag og skemmtu sér við ljúfan tónlistarflutning þeirra Jóns Jónssonar og Siggu & Grétars.

Þeir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, ávörpuðu gesti og buðu þá velkomna.

Ljósanótt var haldin í Reykjanesbæ í tuttugasta sinn dagana 4. til 8. september. Á þessari árlegu hátíð er boðið upp á tónleika, sýningar og samkomur. Isavia er einn af helstu bakhjörlum Ljósanætur. Stuðningur félagsins er sérstaklega tengdur heimatónleikunum vinsælu sem haldnir eru í tengslum við hátíðina á föstudagskvöldi.