Hoppa yfir valmynd
3.9.2018
LJÚFIR TÓNAR OG STUÐ Á LJÓSANÓTT

LJÚFIR TÓNAR OG STUÐ Á LJÓSANÓTT

Fjölmenni var á tónleikum sem Isavia bauð til á Ljósanótt föstudaginn 31. ágúst síðastliðinn. Starfsmenn Isavia og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag og nutu þar tónlistarflutnings þeirra Svölu Björgvinsdóttur og Eyþórs Inga Gunnlaugssonar. Tónleikarnir voru haldnir á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ.

Ljósanótt var haldin í Reykjanesbæ í nítjánda sinn dagana 29. ágúst til 2. september. Á þessari árlegu hátíð er boðið upp á tónleika, sýningar og margs konar samkomur. Isavia er einn af helstu bakhjörlum Ljósanætur og stuðningur félagsins sérstaklega tengdur heimatónleikunum vinsælu sem haldnir eru í tengslum við hátíðina á föstudagskvöldi.