Hoppa yfir valmynd
15.1.2024
Markaðskönnun um aðstöðu hópbifreiða á Keflavíkurflugvelli

Markaðskönnun um aðstöðu hópbifreiða á Keflavíkurflugvelli

Í dag, 15. janúar 2024, var opnað fyrir markaðskönnun á útboðsvef Isavia um aðstöðu hópferðabifreiða við Keflavíkurflugvöll.

Markaðskönnunin er opin öllum áhugasömum aðilum, bæði innlendum sem erlendum, sem hafa reynslu af rekstri hópbifreiða og farþegaflutningum.

Markaðskönnunin er stuttur spurningalisti sem áhugasömum er boðið að svara og skila síðan inn. Könnunin er ekki bindandi, enda ætlað að afla upplýsinga um afstöðu markaðarins. Í kjölfarið verður svo ráðist í formlegt útboðsferli sem er grundvallað á gildandi reglum um opinber útboð.

Könnunin verður opin til og með 29. janúar 2024 og er hægt að nálgast á útboðsvef Isavia.