Hoppa yfir valmynd
26.10.2023
Markaðskönnun um byggingu hótels opnuð á útboðsvef Isavia 1. nóvember

Markaðskönnun um byggingu hótels opnuð á útboðsvef Isavia 1. nóvember

Þann 1. nóvember 2023 verður opnað fyrir markaðskönnun á útboðsvef Isavia um fyrirhugaða byggingu hótels við Keflavíkurflugvöll.

Markmiðið með markaðskönnuninni er að kanna áhuga aðila á markaðnum fyrir því að hanna, byggja og reka slíkt hótel. Gert er ráð fyrir að byggð séu 200 herbergi í fyrsta áfanga hótelsins við Keflavíkurflugvöll.

Skila þarf inn gögnum fyrir markaðskönnunina fyrir 1. desember 2023. Allar frekari upplýsingar verða kynntar á útboðsvef Isavia.

Fjallað var um markaðskönnunina í frétt Morgunblaðsins nýverið.