Hoppa yfir valmynd
3.5.2022
Markaðskönnun vegna kaffihúss á Keflavíkurflugvelli

Markaðskönnun vegna kaffihúss á Keflavíkurflugvelli

Isavia áformar að bjóða á næstunni út tækifæri fyrir rekstur á kaffihúsi á þremur svæðum á Keflavíkurflugvelli. Tækifærið er í mótun og til að tryggja að það sé í takt við þarfir og kröfur markaðarins er áhugasömum aðilum boðið að taka þátt í stuttri markaðskönnun.

Könnunin er eingöngu til þess ætluð að afla upplýsinga og veita þær. Hún er á engan hátt bindandi fyrir aðila.

Svörum við spurningum og öðrum gögnum skal skila inn í gegnum útboðsvef Isavia eigi síðar en mánudaginn 9. maí 2022 kl. 12:00.