Hoppa yfir valmynd
26.1.2022
Markaðskönnun vegna komandi veitingatækifæra á Keflavíkurflugvelli

Markaðskönnun vegna komandi veitingatækifæra á Keflavíkurflugvelli

Reglulega býður Isavia út ýmsa þjónustu og viðskiptarekstur á Keflavíkur. Til að tryggja að útboðsgögn og innkaupastefna þeirra falli sem best að þörfum og kröfum markaðarins hafa þau birt markaðskönnun fyrir komandi veitingatækifæri á Keflavíkurflugvelli.

Könnunina má nálgast hér https://utbod.isavia.is/aspx/Home og óskar Isavia eftir þátttöku rekstraraðila í veitingageiranum.

Framundan er nýtt uppbyggingarskeið í sögu Keflavíkurflugvallar og því fylgir ný tækifæri í enn betri flugstöð.  Svör við spurningalistanum auk greiningarvinnu mun veita okkur gagnlega markaðsinnsýn til að móta stefnu okkar og útboðsgögn í takt við ný tækifæri.