Hoppa yfir valmynd
20.12.2023
Markaðskönnun vegna lóða undir starfsemi bílaleiga

Markaðskönnun vegna lóða undir starfsemi bílaleiga

Strax á nýju ári, nánar tiltekið þann 3. janúar 2024, verður á útboðsvef Isavia opnað fyrir markaðskönnun um leigu lóða fyrir starfsemi bílaleiga við Keflavíkurflugvöll. Þannig verður ráðist í að kanna áhuga aðila sem reka bílaleigur fyrir því að byggja upp starfsemi sína nálægt flugvellinum.

Öllum áhugasömum aðilum með reynslu af rekstri bílaleiga er boðið að taka þátt í markaðskönnuninni á útboðsvef Isavia. Á grundvelli þessarar könnunar verður síðan ákveðið hvaða skref verða stigin í framhaldinu.

Markaðskönnunin er stuttur spurningalisti sem áhugasömum er boðið að svara og skila síðan inn. Það hjálpar Isavia að fá innsýn inn í áherslur aðila á þessum markaði og helstu skipulagsáætlanir.

Markaðskönnunin er opin öllum aðilum, innlendum sem erlendum, sem áhuga hafa á rekstri bílaleiga við flugvöllinn. Hún er ekki bindandi enda ætlað að afla upplýsinga um afstöðu markaðarins áður en ráðist yrði í formlegt útboðsferli sem yrði grundvallað á gildandi reglum um opinber útboð og í samræmi við fyrri útboð Isavia.

Könnunin verður opin til og með 17. janúar 2024.