
Mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar langtímabílastæðis
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun um matsskyldu
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila vegna stækkunar á langtímabílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Niðurstaða skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar er að stækkun langtímabílastæðisins sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 10/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila vegna þjónustuvegar milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Háaleitishlaðs. Niðurstaða skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar er að lagning þjónustuvegarins sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 10/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Ákvarðanirnar má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 24. ágúst 2017. Nánari upplýsingar ef óskað er, veitir skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, [email protected].