Hoppa yfir valmynd
25.3.2022
Með skýrri stefnu gerast töfrar - sjálfbærnistefna Isavia í sérblaði Fréttablaðsins

Með skýrri stefnu gerast töfrar - sjálfbærnistefna Isavia í sérblaði Fréttablaðsins

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia, fór yfir metnaðarfulla sjálfbærnistefnu félagsins í viðtali í kynningarblaði um sjálfbæra þróun sem fylgdi Fréttablaðinu. Í viðtalinu fer Hrönn yfir stefnuna sem skiptist í fjóra áhersluþætti. Það er umhverfishluti þar sem loftslagsmál eru áberandi auk auðlindanýtingar, samfélagsþáttur þar sem áhersla er lögð á lífsgæði og svo efnahagsþáttur þar sem horft er á virðissköpun.

Hrönn fór m.a. yfir þá áherslu að Isavia verði kolefnislaust árið 2030 og ISO14001 umhverfisvottunina sem félagið fékk nýverið. Hrönn segir að árangur náist ekki á einum degi, fylgjast þurfi með straumum og stefnum. „Það skiptir höfuðmáli að fólkið okkar viti hvert við erum að fara og hvernig við komumst þangað. Saman náum við árangri,“ segir Hrönn.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.