
Metfjöldi flugvéla flugu um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í júlí

Ríflega þriðjungur umferðar um íslenska svæðið er til og frá Íslandi. Önnur umferð er yfirflug milli Evrópu og Ameríku annars vegar og Ameríku og Asíu hins vegar. Flugið milli Ameríku og Asíu hefur aukist síðustu árin en oft er stysta leiðin á milli álfanna yfir norðurpólinn og þannig í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið.