Hoppa yfir valmynd
9.5.2014
Mikil fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli í vetur

Mikil fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli í vetur

Um 24% farþegaaukning varð á Keflavíkurflugvelli fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra.  Þessi aukning er í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið af ferðaþjónustuaðilum um aukna ferðamennsku utan sumaráætlunar og lengingu ferðatíma vor og haust. Isavia hefur hafið framkvæmdir í flugstöðinni til undirbúnings fyrir áætlaða metumferð í sumar.

Breytt aðferð við talningu farþega

Um 260 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl. Í þetta sinn voru farþegar taldir með breyttum hætti þar sem skiptifarþegar eru taldir tvisvar.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka flugvalla - Airports Council International (ACI) flokkast skiptifarþegar sem „transfer“ eða „transit“ farþegar á ensku. Transfer farþegi er farþegi sem kemur til landsins og fer með sitthvorri flugvélinni eða kemur og fer með sömu vél en með sitthvoru flugnúmerinu. Transit farþegi er farþegi sem kemur með einni flugvél og fer áfram með sömu flugvél á sama flugnúmeri.

Breytingin er í samræmi við talningaraðferð flestra flugvalla sem eru aðilar að ACI og flugfélög telja með sama hætti.

Uppfærðar talningar fyrir árið 2013 og spá fyrir árið 2014 er þá á þessa leið þar sem skiptifarþegar eru taldir tvisvar:

 

Farþegafjöldi 2013

Brottfarir

Komur

Skiptifarþegar

Samtals

Fyrir breytingu

1.138.047

1.143.921

469.775

2.751.743

Eftir breytingu

1.138.047

1.143.921

927.893

3.209.861

 

Áætlaður farþegafjöldi 2014

Brottfarir

Komur

Skiptifarþegar

Samtals

Fyrir breytingu

1.333.667

1.340.133

587.236

3.261.036

Eftir breytingu

1.333.667

1.340.133

1.162.728

3.836.528