Hoppa yfir valmynd
31.3.2014
Norwegian flýgur milli Keflavíkur og Bergen

Norwegian flýgur milli Keflavíkur og Bergen

Norska flugfélagið Norwegian Air Shuttle hóf í dag flug milli Keflavíkur og Bergen í Noregi. Félagið hyggst fljúga á þessari leið tvisvar í viku á mánudögum og föstudögum nema í júlí og fram í miðjan ágúst þegar flogið verður á miðvikudögum og föstudögum.

Brottför frá Bergen er kl. 10:40 og lent í Keflavík kl. 11:00. Brottför frá Keflavík kl. 11:45 og lent í Bergen kl. 16:05.

Þetta er önnur flugleið Norwegian til Íslands en félagið flýgur þrjár ferðir vikulega frá Osló allt árið. Til að fagna þessari nýju flugleið buðu starfsmenn Isavia farþegum á leið til Bergen uppá veitingar og færðu áhöfninni gjafir í tilefni dagsins.

Isavia óskar Norwegian til hamingju með nýju flugleiðina.

Flugstjórinn og flugmaður klippa á borða í tilefni fyrsta flugs Norwegian til Bergen ásamt Guðnýju Maríu Jóhannsdóttur forstöðumanns viðskiptaþróunar Isavia og Birni Óla Haukssyni forstjóra.

 

Guðný María Jóhannsdóttir og fyrsti farþegi Norwegian til Bergen skera tertu í tilefni dagsins.

 

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Guðný María Jóhannsdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunar með áhöfn flugvélar Norwegian í fyrsta fluginu milli Bergen og Keflavíkurflugvallar.

 

Farþegar í fyrsta flugi Norwegian til Bergen njóta veitinga í flugstöðinni fyrir brottför.