Hoppa yfir valmynd
21.3.2013

Nothæfi flugvallar á Hólmsheiði óásættanlegt fyrir miðstöð innanlandsflugs

Vegna fullyrðinga um ágæti þess að flugvöllur á Hólmsheiði leysi Reykjavíkurflugvöll af hólmi sem miðstöð innanlandsflugsamgangna landsins hefur Veðurstofan að ósk Isavia reiknað út nothæfi-stuðul fyrir flugvöll á Hólmsheiði. Miðað var við forsendur í skýrslu Hönnunar hf: „Framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík“ og kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um hámarkshliðarvind og útreiknuð aðflugslágmörk sem eru forsendur fyrir notkunargildi flugvalla.

Niðurstöður Veðurstofunnar eru þær að nothæfisstuðull flugvallar á Hólmsheiði er einungis 92,8%. Fyrri skýrslur hafa ekki tekið tillit til allra ofangreindra þátta og hafa því sýnt of háan nothæfisstuðul. Alþjóðaflugmálastofnunin gerir kröfu um að nothæfisstuðull sé a.m.k.  95% vegna hönnunar á áætlunarflugvöllum.

Flugvallarstæði á Hólmsheiði - nothæfisstuðull (pdf 900 kb)