Hoppa yfir valmynd
23.5.2023
Ný gleraugnaverslun á Keflavíkurflugvelli

Ný gleraugnaverslun á Keflavíkurflugvelli

Eyesland gleraugnaverslun hefur opnað á Keflavíkurflugvelli og er frábær viðbót í fjölbreytt úrval verslana í flugstöðinni.

Vöruframboð Eyesland á Keflavíkurflugvelli er breitt og verður hægt að versla sólgleraugu, sjóngleraugu, lesgleraugu, íþróttagleraugu, linsur og linsuvökva, ásamt hágæða augndropum. Eyesland leggur áherslu á faglega og persónulega þjónustu við val á glerjum, gleraugum og útivistargleraugum. Þá verður í boði að fara í sjónmælingu á staðnum á flugvellinum.

Gleraugnaverslunin Eyesland var stofnuð árið 2010 með það að leiðarljósi að bjóða vandaðar vörur á góðu verði og rekur nú tvær verslanir í Reykjavík, auk nýrrar verslunar á Keflavíkurflugvelli. Lögð var áhersla á fallega litapallettu og gott efnisval við hönnunina en arkitektastofan Gláma Kím á heiðurinn af hönnun Eyesland verslunarinnar.

    „Eyesland hefur ávallt lagt áherslu á framúrskarandi þjónustu og við munum halda því áfram í nýrri verslun okkar á Keflavíkurflugvelli. Við verðum með sjónmælingatæki á vellinum sem er nýtt á markaðnum og er með gervigreind sem býður upp á hraða og nákvæmar sjónmælingar. Þannig að farþegar geta fengið sjónmælingar á staðnum á örskömmum tíma. Auk þess bjóðum við upp á heimsþekkt vörumerki eins og Ray Ban, Valentino, Balmain, Max Mara, Dita Lancier og Oakley, svo dæmi séu tekin. Við hlökkum til að taka á móti farþegum með vönduðum vörum á góðu verði," Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Eyesland.

    Verslun Eyesland er staðsett beint til vinstri þegar gengið er út um Fríhöfnina inni á Keflavíkurflugvelli.

    „Við gleðjumst yfir opnun Eyesland í flugstöðinni og hlökkum til samstarfsins með þeim. Verslun Eyesland á Keflavíkurflugvelli lítur glæsilega út oog býður upp á eftirsóknarvert vöruframboð fyrir bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn. Það er markmið okkar að gera Keflavíkurflugvöll að góðum viðkomustað með áhugaverðar vörur á góðu verði. Við viljum að farþegar geti notið flugstöðvarinnar vel síðustu klukkustundirnar fyrir flug,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.