Hoppa yfir valmynd
6.6.2023
Ný komulandamæri opnuð

Ný komulandamæri opnuð

Ný komulandamæri fyrir farþega sem koma til Íslands frá löndum utan Schengen-svæðisins hafa verið opnuð, í tímabundinni og endurnýtanlegri viðbyggingu. Nýju landamærin munu greiða fyrir og bæta afgreiðslu farþega sem koma inn svæðið í samræmi við nýjar Evrópureglur.

Með opnun nýju landamæranna mun flæði í flugstöðinni batna töluvert, þar sem reynt verður að sporna við löngum röðum við landamæraeftirlit og stytta biðtíma með aukinni skilvirkni, m.a. með sjálfsafgreiðsluvélum.

Byggingin sem reist var fyrir nýju landamærin verður notuð þar til búið verður að koma upp nýrri og varanlegri aðstöðu fyrir ytri landamæri Schengen í nýrri tengibyggingu sem nú er í hönnun. Í samræmi við áherslu á endurnýtingu við þróun Keflavíkurflugvallar er byggingin hönnuð með þeim hætti að hægt verður að taka hana niður og nýta í annað þegar hlutverki hennar við landamæraeftirlit lýkur.

Byggingin er er á einni hæð og er staðsett austan megin við Suðurbyggingu.