Hoppa yfir valmynd
28.9.2023
Nýja bílastæðakerfið sparar tíma og pening fyrir gesti

Nýja bílastæðakerfið sparar tíma og pening fyrir gesti

Nýtt bílastæðakerfi var tekið í notkun í sumar á Keflavíkurflugvelli. Nýja kerfið gerir aðgengi gesta að bílastæðunum einfaldara og þægilegra, með bættu flæði og greiðari aðgangi. Bókunarferlið er eins og áður, þar sem hagkvæmast er að bóka bílastæði á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Breytingin er sú að nú er keyrt inn og út af stæðunum með einfaldari hætti en áður.

Í stuttu máli: 

  • Sama bókunarferli og áður - nema nýtt bílastæðakerfi
  • Enn er hagkvæmast að panta bílastæði með góðum fyrirvara – þannig er tryggt besta verðið
  • Keyrt er inn og út af bílastæðum með einfaldari hætti – þökk sé nýja kerfinu
  • Ekki þarf lengur miða né QR kóða til að opna hliðin
  • Sé stæðið ekki bókað fyrirfram er hægt að nota þjónustur Autopay eða Parka
  • Ef ekki er greitt fyrir stæði 48 klst. frá útkeyrslu berst reikningur í heimabanka að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi 

Sama bókunarferli – nýtt bílastæðakerfi

Til að einfalda alla notkun bílastæðanna, tryggja greiðari aðgang og spara gestum tíma, var innleitt nýtt bílastæðakerfi. Bókunarferlið er enn það sama og áður; bílastæðið er áfram bókað á vefsíðu Keflavíkurflugvallar.

Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er þörf lengur á að taka miða, skanna QR kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Síðan er skuldfært sjálfvirkt af korti bíleigandans sé hann fyrirfram skráður í kerfi Autopay.

Nýja bílastæðakerfið býður upp á þann möguleika, að gestir sem hafa ekki bókað bílastæðið fyrirfram, geta greitt fyrir bílastæðið áður en ekið er út af því með Autopay eða Parka. Alltaf er þó hagstæðast að bóka bílastæði fyrirfram á vefsíðu Keflavíkurflugvallar.

Einfaldara að greiða fyrir stæði 

Sem fyrr er mælt með því að gestir hugi að því hvernig þeir ætli að ferðast til og frá flugvellinum um leið og flugmiðinn þeirra er bókaður. Til að tryggja sér bílastæði er alltaf hagstæðast að bóka það með góðum fyrirvara á vefsíðu Keflavíkurflugvallar.

Gestir sem eru með reikning hjá Autopay fá skuldfært sjálfvirk af kortinu hjá sér. Þeir gestir sem hafa ekki stofnað reikning hjá Autopay eru hvattir til að gera það og komast þannig hjá óþarfa kostnaði.

Einnig er hægt að greiða með bílastæðaappinu Parka auk þess að sjálfsalar verða áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð og ekki greitt fyrir stæði 48 klst. frá útkeyrslu berst reikningur í heimabanka hjá skráðum eiganda bifreiðar að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi.

Það er alltaf hagstæðast að bóka bílastæði fyrir fram á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Verð bílastæða er breytilegt á Keflavíkurflugvelli en því fyrr sem er bókað stæði, því ódýrara er að leggja.

Skutlað og sótt á flugvöllinn 

Ef verið er að sækja eða skutla á flugvöllinn, eru áfram fyrstu 15 mínúturnar á hverjum sólarhring fríar á P1 bílastæðinu og P2 bílastæðinu. Eftir það kostar að leggja á stæðinu.

Hægt er að nýta sér greiðslumöguleika Autopay áður en ekið er út af P1 eða P2 bílastæðinu. Þannig má komast hjá óþarfa kostnaði ef ekki greitt fyrir stæðið innan 48 klst.