Hoppa yfir valmynd
21.9.2023
Nýr búnaður í öryggisleit tekinn í notkun árið 2025

Nýr búnaður í öryggisleit tekinn í notkun árið 2025

Frá opnun Keflavíkurflugvallar hafa umsvif vallarins þróast með samfélaginu og sívaxandi fjölda farþega. Miklar framkvæmdir standa yfir við stækkun flugstöðvarinnar og opnaði austurvængur hennar nýlega með nýjum töskusal og farangurskerfi. Ný austurálma mun stækka flugstöðina um 30% og er hún lykilþáttur í framtíðarþróun flugvallarins. Árið 2024 mun opna þar nýtt og stærra veitingasvæði þar, nýir landgangar og rútuhlið, auk stærri fríhafnar.

Nýr komusalur og stórbætt aðstaða með Austurálmu

Í samtali við Morgunblaðið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni, ræddi Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar hjá Isavia, um framkvæmdir Keflavíkurflugvallar til að takast á við framtíðina eins og hún lítur út með aukningu farþega um flugstöðina.

Nýr búnaður í öryggisleitinni

Eitt af því sem er í undirbúningi að sögn Auðar eru kaup á nýjum búnaði fyrir öryggisleitina á Keflavíkurflugvelli til að auka gæði flugverndar.

Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar hjá Isavia

„Við mun­um geta greint bet­ur inni­hald í hand­far­angri farþega og hvort það sé hættu­legt eða ekki. Svo verðum við einnig með betri grein­ing­ar á farþeg­un­um sjálf­um þegar þeir ganga í gegn­um hliðin.

Það eru ekki leng­ur bara málm­ar sem verið er að leita af. Þessi grein­ing­araðferð sem er notuð fyr­ir mynd­irn­ar í tösk­un­um get­ur meðal ann­ars greint inni­hald og sam­setn­ingu vökv­ans sem kann að vera í tösk­un­um,“ seg­ir Auður.

Eykur öryggi og gæði flugverndar á Keflavíkurflugvelli

Þannig seg­ir Auður að verið sé að auka gæði flug­vernd­ar. „Það sem er svo ánægju­legt er að þá minnk­ar þessi þörf að til dæm­is tölv­ur og raf­tæki séu tek­in upp úr tösk­um og vökv­ar sömu­leiðis.“

Und­ir­bún­ings­skref standa yfir fyr­ir inn­kaupa­ferlið og seg­ir Auður að verið sé að horfa til þess að árið 2025 verði farið í inn­leiðingu á þess­um nýja búnaði. Verið er að skoða búnað og skoða hvernig mál­um er háttað á öðrum flug­völl­um en að sögn Auðar þarf að vanda vel til verka þar sem um sé að ræða mjög dýr­an búnað.

Hún seg­ir að vinn­an sé ekki kom­in á það stig að hægt sé að áætla áhrif á biðtíma farþega en ger­ir ráð fyr­ir að þessi nýja tækni muni ein­falda ferðalag farþega til muna og auka þægindi þeirra.

Markmiðið er þó alltaf að auka gæði flugverndarinnar og reyna stýra þeim áhættum sem geta skapast, svo farþegar geti flogið og komist á leiðarenda á sem hæstu minnstan hátt.