
Nýr flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli
![]() |
Sigurður Hermannsson flugvallarstjóri, Hjördís Þórhallsdóttir, Haukur Hauksson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. |
Hjördís Þórhallsdóttir verkfræðingur hefur verið ráðin flugvallarstjóri hjá Isavia á Akureyrarflugvelli í stað Sigurðar Hermannsonar sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1997 en hann lætur af störfum í haust fyrir aldurs sakir. Hjördís er búsett á Akureyri og hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri vinnuflokka hjá Vegagerðinni og áður sem tæknilegur stjórnandi hjá Össuri hf. Hjördís hefur störf 1. ágúst og býður Isavia hana velkomna til starfa.