
Nýr flugvallastjóri á Reykjavíkurflugvelli
Ingólfur Gissurarson hefur verið ráðinn flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar og umdæmisstjóri fyrir umdæmi 1, sem nær yfir innanlandsflugvelli á suðvesturlandi. Ingólfur hefur starfað á innanlandsflugvallasviði Isavia frá árinu 2008 og sinnt fjölmörgum verkefnum fyrir innanlands- og millilandaflugvelli á Íslandi. Helstu verkefni Ingólfs hjá Isavia hafa verið á sviði flugvallarþjónustu og öryggis- og gæðamála.
Ingólfur lauk B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og starfaði að gæðamálum meðal annars hjá Vífilfelli, Hollustuvernd og Umhverfisstofnun áður en hann hóf störf hjá Isavia árið 2008.
Ingólfur er kvæntur og á þrjú börn.