Hoppa yfir valmynd
11.12.2015

Nýr og betri vefur AIP handbókar

Nýr og uppfærður vefur flugmálahandbókar Íslands (eAIP) hefur verið opnaður. Nýi vefurinn er notendavænn og auðvelt er að fletta í gegnum skjöl hvort sem er á HTML-sniði eða hlaða niður pdf útgáfu til þess að skoða án nettengingar. Þá er mikið um virkar tilvísanir milli kafla svo auðvelt sé að nálgast upplýsingar og hægt að leita í gegnum alla bókina. Vefurinn er unninn samkvæmt Evrópustaðli, sem tryggir að hann er sett upp á sambærilegan hátt og aðrar eAIP bækur. 

Vefurinn er aðgengilegur á þessari slóð: http://eaip.samgongustofa.is/.