Hoppa yfir valmynd
17.1.2017
Nýr rekstraraðili mötuneytis á Keflavíkurflugvelli

Nýr rekstraraðili mötuneytis á Keflavíkurflugvelli

Isavia hefur gert samning við fyrirtækið ISS um rekstur mötuneytis fyrir starfsfólk á Keflavíkur, en auglýst var eftir áhugasömum rekstraraðilum fyrir áramótin. Nú hefur verið gengið til samninga við ISS um reksturinn og verið er að gera nauðsynlegar breytingar á mötuneytinu svo nýr aðili geti tekið til starfa. Meðal annars er verið að gera eldunaraðstöðuna þannig að hægt sé að fullelda matinn á staðnum en nýr rekstraraðili mun bjóða upp á mat úr fyrsta flokks hráefnum, eldaðan af kokki á staðnum. Nýtt mötuneyti mun opna 1. febrúar næstkomandi. ISS mun reka mötuneytið undir vörumerkinu MatAskur.
 
Reynslumikill rekstraraðili
 
ISS hefur mikla reynslu af rekstri mötuneyta, fyrirtækið framreiðir 7000 máltíðir á dag til fyrirtækja og stofnana. Meðal viðskiptavina eru Samtök atvinnulífsins, Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Olíudreifing, Landhelgisgæsla Íslands, Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarkaupstaður. Einnig sér ISS um rekstur á Rotissiere sem er nýr kjúklingastaður í Krónunni í Lindum.