Hoppa yfir valmynd
29.11.2021
Nýr samningur við Aireon

Nýr samningur við Aireon

Isavia ANS (ANS), dótturfélag Isavia ohf., hefur gert samning við kögunarfyrirtækið Aireon um kögun í íslenska flugstjórnarsvæðinu norðan við 70 gráður norður. Skrifað var undir samninginn á World ATM Congress sem haldin var í lok október. World ATM Congress er stærsta ráðstefna og vörusýning í heimi fyrir fyrirtæki í flugleiðsögu.

Það voru þeir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri ANS, og Don Thoma, forstjóri Aireon, sem undirrituðu samninginn. Í viðtali við Air International, sem tekið var á World ATM Congress, segir forstjóri Aireon frá samstarfinu við ANS og hversu vel það hafi gengið þó Covid-19 heimsfaraldurinn hafi vissulega áhrif á vinnuferli í samstarfi af því tagi.

ANS og dótturfélag þess Tern Systems tóku þátt í World ATM Congress í ár og voru með bás á sýningunni. Viðburðurinn tókst í alla staði vel þó Covid-19 hafi vissulega sett strik í reikninginn og World ATM hafi ekki verið haldin með sama hætti og áður og verið jafn umfangsmikil þetta árið.

Starfsmenn Aireon og Isavia ANS á bás Aireon á World ATM Congress.