Hoppa yfir valmynd
15.2.2019
NÝR VEFUR ISAVIA TILNEFNDUR TIL TVENNRA VERÐLAUNA

NÝR VEFUR ISAVIA TILNEFNDUR TIL TVENNRA VERÐLAUNA

Isavia.is, nýr vefur Isavia, er tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2019 í tveimur flokkum. Vefurinn er tilnefndur í flokkum Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki) og í flokknum Opinberi vefur ársins. Það eru Samtök vefiðnaðarins, SVEF, sem veita verðlaunin.

Vefverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Hótel Nordica næstkomandi föstudagskvöld, 22. febrúar 2019. Verðlaun verða veitt í ellefu flokkum auk þess sem sérstök verðlaun verða einnig veitt fyrir hönnun og viðmót, vef ársins og aðgengilegasta vefinn.

Nýr vefur Isavia var kynntur og tekinn í notkun á aðalfundi félagsins 5. apríl 2018. Vefurinn sameinar alla upplýsingagjöf um flugvelli Isavia á einum stað. Farþegar geta fundið upplýsingar um flug og annað sem tengist undirbúningi ferðalags, bæði innanlands sem og erlendis.

Á vefnum er einnig að finna öfluga upplýsingaveitu til flugmanna og betri aðgengi fyrir þá sem þurfa að nota þjónustu Isavia eða vilja sækja um störf hjá félaginu. Mikið er lagt upp úr nýjum lausnum fyrir farþega á vefnum enda yfirlýst markmið Isavia að vera hluti af góðu ferðalagi.

Hér má lesa meira um Íslensku vefverðlaunin

Hér má lesa meira um tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar IceWeb 2019 sem haldin er af SVEF fyrr um daginn