Hoppa yfir valmynd
19.7.2017
Nýtt deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli

Nýtt deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti þann 28. júní 2017 deiliskipulag á NA-svæði Keflavíkurflugvallar.

Deiliskipulagið er um 142 ha að stærð og afmarkast í austri af skilgreindum mörkum Keflavíkurflugvallar samhliða Reykjanesbraut, til suðurs af Háaleitishlaði til vesturs af flugstöðvarsvæði og til suðvesturs af flugbrautakerfi.  Hluti af deiliskipulagssvæðinu liggur innan gildandi deiliskipulags Keflavíkurflugvallar frá 1997.  Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að deiliskipulag þess hluta skipulagssvæðisins frá 1997 sem skarast við skipulag NA-svæði Keflavíkurflugvallar, falli niður við gildistöku þessa skipulags.

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina nýja vegtengingu milli flughlaða vestur- og austursvæðis Keflavíkurflugvallar.  Skilgreindur er 2,5 km langur vegur innan svæðisins, auk þess er gert ráð fyrir 1.0 ha geymslusvæði og smáhýsum innan skilgreindra svæða deiliskipulagsins.