Hoppa yfir valmynd
10.9.2015

OECD um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli

Tilefni er til að árétta nokkur atriði varðandi úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli vegna skýrslu OECD um þau mál. Afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli er úthlutað á mestu álagstímum sólarhringsins og er fjöldi afgreiðslutíma ákvarðaður út frá afkastagetu flugvallarins. Úthlutunin fer fram eftir samræmdum EES reglum sem innleiddar hafa verið hér á landi í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins. Samkvæmt reglunum er úthlutunin á höndum sjálfstæðs samræmingarstjóra og yfirvöld eða flugvallarrekendur viðkomandi landa mega ekki hafa afskipti af ákvörðunum hans varðandi úthlutunina.

Sú afstaða sem kemur fram af hálfu OECD er um margt sérkennileg þar sem úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli er og hefur verið í samræmi við hið samræmda evrópska regluverk sem um úthlutun afgreiðslutíma gildir. Hafi OECD athugasemdir við reglurnar, er rétta leiðin að snúa sér til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þaðan sem reglurnar eru sprottnar.

Til glöggvunar eru hér að neðan hlekkir á fréttir sem birst hafa á www.isavia.is um málið.