Hoppa yfir valmynd
14.8.2015

Opið fyrir umsóknir í nám í flugumferðarstjórn

Isavia hefur opnað fyrir umsóknir um grunnnám í flugumferðarstjórn sem hefst í janúar 2016.

Isavia annast rekstur íslensku flugleiðsöguþjónustunnar og er eini starfsvettvangur flugumferðastjóra á Íslandi. Flugumferðarstjórar stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heiminum. Isavia og forverar þess hafa jafnan annast alla þjálfun flugumferðarstjóra en áætlað er að þjálfa þurfi að meðaltali sex nýja flugumferðarstjóra árlega næstu árin.

Hæfir umsækjendur verða boðaðir í inntökupróf. Sérstök athygli er vakin á því að nemar sem teknir verða inn í grunnnám í flugumferðarstjórn hjá Isavia í janúar 2016 munu ekki greiða skólagjöld.