Hoppa yfir valmynd
31.5.2017
Opið í innritun alla nóttina

Opið í innritun alla nóttina

Innritun fyrir morgunflug með Icelandair, WOW air og Primera Air verður opnuð á Keflavíkurflugvelli á miðnætti í kvöld. Um nýbreytni er að ræða sem verður til tilraunar í júnímánuði. Þegar innritun opnar á morgnana eru jafnan nokkur hundruð farþegar þegar mættir og getur það skapað álag og biðraðir. Markmiðið með breytingunni er einna helst að minnka þetta álag á innritun í morgunflug og auka þjónustu við viðskiptavini flugvallarins.

Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður prufukeyrt í júní og ef vel tekst til er hugsunin að halda verkefninu áfram út sumarið. Fyrst um sinn gildir þetta einungis fyrir farþega Icelandair, WOW air og Primera Air, en megnið af flugi á álagstímum á morgnana er á vegum þeirra.