Hoppa yfir valmynd
18.11.2014
Opinn flugvöllur á Akureyri - Akureyrarflugvöllur 60 ára

Opinn flugvöllur á Akureyri - Akureyrarflugvöllur 60 ára

Laugardaginn 22. nóvember verður opið hús á Akureyrarflugvelli í tilefni þess að 60 ár eru síðan flugvöllurinn var tekinn í notkun.
 
Gleðin hefst með móttöku í Flugsafni Íslands kl. 13:30. Að móttöku lokinn munu Isavia, Flugsafnið, Flugfélag Íslands, Norlandair, Mýflug og Arctic Maintenance opna dyrnar fyrir almenningi og kynna sína fjölbreyttu starfsemi. 
 
Boðið verður upp á kaffi og veitingar og blöðrur fyrir börnin. Allir velkomnir!
 
Akureyrarflugvöllur er byggður á landfyllingu við ósa Eyjafjarðarár og var tekinn í notkun með uppsettum flugbrautarljósum 5. desember 1954. Í upphafi var yfirborðið möl en árið 1967 var flugbrautin malbikuð. Árið 2009 var flugbrautin lengd og malbikuð og er nú 2.400 metrar. Ný flugstöð var tekin í notkun árið 1961. Hún hefur verið stækkuð tvisvar og verulegar endurbætur gerðar á eldri hluta árið 2000, hún getur nú annað allt að 400 manns í einu. Stærð farþegarýmis er 550 fermetrar sem má skipta í þrjá sali þegar millilandaflug krefst þess.