Hoppa yfir valmynd
17.9.2013
Opinn flugvöllur á Egilsstöðum 21. september

Opinn flugvöllur á Egilsstöðum 21. september

Komdu í kaffi og kynntu þér starfsemina á Egilsstaðaflugvelli!

Laugardaginn 21. september á milli kl. 13 og 17 verður Isavia með opið hús á Egilsstaðaflugvelli í tilefni af 20 ára afmæli flugbrautarinnar.

Flugvallarstarfsmenn munu taka vel á móti gestum og kynna starfsemi flugvallarins. Rekstraraðilar verða með opið og kynna sína fjölbreyttu þjónustu.

Allir velkomnir – boðið verður upp á kaffi, veitingar og glaðning fyrir börnin.

Eftirfarandi aðilar kynna starfsemi sína á afmælishátíðinni á Egilsstaðaflugvelli:

Flugfélag Íslands
Flugklúbbur Egilsstaða
Kaffiterían á Egilsstaðaflugvelli
Tollstjóri
Bílaleiga Akureyrar
Brunavarnir Austurlands
Tækniþjónusta Austurlands
Meet the Locals