
Óveður kann að raska flugi laugardaginn 11. febrúar
Vegna veðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli og um einhverja innanlandsflugvelli laugardaginn 11. febrúar 2023. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðum vindi og einhverri úrkomu.
Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um ástand vega á vef Vegagerðarinna, veðurspá á vef Veðurstofunnar og flugtíma á vef Isavia og hjá viðkomandi flugfélögum.