Hoppa yfir valmynd
1.10.2014
Peter Greenberg á Vestnorden ferðasýningunni í boði Isavia

Peter Greenberg á Vestnorden ferðasýningunni í boði Isavia

Nú stendur yfir Vestnorden ferðasýningin í Laugardalshöll sem haldin er dagana 30. september – 1. október. Á sýningunni eru saman komin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum sem sækja sýninguna. 
 
Peter Greenberg er aðalfyrirlesarinn á sýningunni en Isavia kostar komu hans. Greenberg er einn virtasti ferðablaðamaður samtímans, en hann hefur meðal annars unnið til Emmy verðlauna fyrir ferðaþætti sína. Hann er ritstjóri ferðaumfjöllunar á fréttastofu CBS og kemur iðulega fram í bæði morgunþáttum og kvöldfréttum CBS. 
 
Fyrirlestur Greenbergs fór fram í gærmorgun fyrir fullu húsi og fékk mjög góðar undirtektir.
 
Vestnorden ferðasýningin er árlegt samstarfsverkefni Íslands, Grænlands og Færeyja og er þetta í 29. skipti sem hún fer fram.