Hoppa yfir valmynd
16.8.2010

Ráðstefna um eldgosið í Eyjafjallajökli

Þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa í apríl 2010 hafði askan frá gosinu gífurlega áhrif á flugumferð í Evrópu.

• Áætlað er að flugfélögin hafi tapað 23 milljörðum króna á degi hverjum.
• Í Evrópu var 16.000 flugferðum aflýst þann 16. apríl og jafnmörgum þann 17. apríl 2010.
• Þann 21. apríl hafði 95.000 flugferðum verið aflýst vegna gossins.
• Lokun flugsvæða skildi um fimm milljónir manna eftir sem strandaglópa.
• Áhrif gossins  voru víðtækari en áhrif sprengjuárásanna þann 11. september.
• Framleiðsla á ýmsum sviðum, t.d. í bílaiðnaði, raskaðist þar sem ekki var hægt að fljúga með hluti til framleiðslunnar.

Flugakademía Keilis hefur af þessu tilefni, í samstarfi við Forseta Íslands, hr. Ólaf Ragnar Grímsson, hr. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, ICAO, IATA, ATA, AEA, Inspired by Iceland, Icelandair, Bandaríska Sendiráðinu og Sendiráð Rússneska Sambandsríkisins boðað saman leiðtoga, sérfræðinga og embættismenn, bæði innan Evrópu sem að utan, til að ræða hvað hefði mátt fara betur og til hvaða aðgerða þarf að grípa. Þetta er tækifæri fyrir evrópska hagsmunaaðila að ræða við og bera saman vinnuferli við samstarfsmenn frá Bandaríkjunum og Asíu. Ráðstefnan um áhrif Eyjafjallajökuls á flug mun fara fram í Ásbrú dagana 15.-16.september.

Á ráðstefnunni verður leitast við að svara spurningum eins og:

• Hvað gerðist í Eyjafjallajökli?
• Af hverju lokaðist lofthelgi Evrópu?
• Hvaða reglum var fylgt?
• Hvaða lærdóm má draga af þessum vanda?
• Er hægt að draga úr áhrifum öskufalls á flugumferð?
• Hverjir þurfa að taka hvaða skref til þess að minnka áhrif öskufalls á flugumferð og öryggi?

Fyrirlesarar koma frá flugumferðarstjórnum víðsvegar úr Evrópu, Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína, the European Commission, ICAO, IATA, AEA, ATA, FAA, EASA, EUROCONTROL, CANSO, OECD, UNWTO, flugfélögum, flugvöllum og framleiðendum eins og AIRBUS, BOEING, Rolls Royce, CFM/SNECMA, jarðvísindastofnunum og VAAC ásamt fulltrúum frá rannsóknarstofnunum sem sérhæfa sig í flugheiminum. Ásamt hagsmunaaðilum flugiðnaðarins munu vísindamenn frá Háskóla Íslands, USGS, NASA, NILU og DRL ræða eldgos og möguleika á að greina öskuský og dreifingu þeirra í loftinu.

Skráning og nánari upplýsingar er hægt að finna á:
http://en.keilir.net/keilir/conferences/eyjafjallajokull

Keilir Aviation Academy – Conference Secretariat:
Email: [email protected]
Phone: +354 664 0160